Það er okkur hjá NLFÍ mikil ánægja að tilkynna nýjan pistlahöfund. Hann heitir Ólafur Aron Sveinsson og er lærður heilsunuddari og markþjálfi. Hann starfar sem heilsunuddari á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er einnig fyrirlesari um mannleg samskipti. Hann leggur megináherslu á helildræna og endurnærandi nálgun í daglegum athöfnum.
Hans fyrsti pistill fjallar einmitt um þetta heildræna þegar kemur að heilsunni.

Heilsugrunnur
Oft gerum við hlutina flóknari en þeir þurfa að vera. Þegar margt er í raun einfalt í grunninn. Þar að auki, þegar öllu er á botninn hvolft höfum við bara einn dag í senn til að gera gott úr því sem við höfum. Einn dag í senn og jafnvel bara eitt andartak í einu til að vinna með.
En það er einmitt þar sem við finnum rýmið til að komast í snertingu við það sem við sjálf þurfum núna – bregðast við eftir bestu getu út frá þörfum.
Þegar kemur að líkamlegri heilsu er það mismunandi hvað við þurfum hverju sinni, en þegar kemur að helstu grunn atriðum þurfum við öll það sama, alveg sama hvar við erum á lífsleiðinni. Ungir sem aldnir, karlmenn eða konur, hvort sem við erum heilsuhraust sem stendur eða eigum við áskoranir þar að lútandi að stríða, þá erum við samt sem áður að byggja á sameiginlegum grunni út ævina.
- Hvíld – Þar sem svefninn er stærsta atriðið.
- Næring – Þar sem við sækjum í það matarræði og næringarefni sem mæta þörfum líkamanns.
- Hreyfing – Þar sem við tryggjum nauðsynlega örvun á líkamsstarfsemi, blóðfæði og efnaskipti.
- Síðan mætti bæta þar við núvitund – Sem bæði veitir okkur betri innri hlustun, rými til að skynja og tengjast sjálfum okkur betur. En er þar að auki oft nauðsynlegt rými til úrvinnslu og streitustjórnunnar – bara fyrir tilstilli öndunar og viðveru.
Góðu fréttirnar er að hver andadráttur er nýtt upphaf. Fortíð er að baki, framtíð er enn óráðin. Samt er grunnurinn og viðvangsefnið alltaf sá sami – þó aðstæður og aðferðir breytist. Spurningin er því hvað þarf líkaminn núna? Þarf hann hvíld? Þarf hann hreyfingu mögulega eða góða máltíð?
Núvitund og líkamsvitund fer saman – því líkaminn, annað en hugurinn og hugsanir er alltaf bara í andartakinu. Þannig er líkaminn oft besta leiðin til að tengjast andartakinu – í gegnum andadráttinn.
Oft hættir okkur til að flækja það sem er einfalt i grunninn. Fremur en að gæta að grunninum fyrst. Þar sem lítil skref framkvæmd í rétta átt skipta meira máli en stór plön.
Hvernig líður okkur þegar við gætum þess að hvílast?
Hvernig líður okkur þegar við hreyfum okkur reglulega?