Krúska er gömul en mjög góð uppskrift að hollum morgungraut. Krúska hefur lengi verið sígildur þáttur í fæði þeirra sem aðhyllast náttúrulækningstefnunni. En því miður hefur þessi uppskrift ekki verið aðgengileg enda finnast heimildir um hana helst i gömlum ritum frá NLFÍ.
Krúska er mjög næringarrík, mettir vel, er trefjarík og því mjög góð fyrir meltinguna. Krúska er frábær morgunverður ein og sér eða með mjólk, AB-mjólk, súrmjólk eða jógúrt.
Orðið krúska er dregið af latneska heitinu á hýði. Krúsku er fyrst getið í ritinu ”Matur og meginn (útg. 1943 af NLFÍ)” eftir Are Waerland, virtan,sænskan manneldis- og næringarfræðing.
Uppskrift
2 dl hafraflögur (gróft haframjöl, tröllahafrar)
½ dl byggflögur
½ dl rúgflögur
½ dl hörfræ
2 dl rúsínur
2 msk hveitiklíð
Vatn
Blandið öllum kornflögunum saman ásamt hörfræi og rúsínum í potti. Hellið vatni yfir og látið fljóta vel yfir þannig að vatnsmagnið sé u.þ.b. helminingi meira en þurrefnin. Látið suðuna koma upp og gætið þess að krúskan verði ekki of þurr því kornið og flögurnar drekka í sig mikið vatn. Bætið því vatni út ef ykkur sýnist svo. Sjóðið krúskuna við hægan hita í 15-20 mínútur.
Til að gera krúskuna enn betri er hægt að bæta við hana
2 msk hunang
4 msk kókosmjöl/kókosflögur
100-150 g döðlur
Blandið hunanginu út í krúskuna og jafnið vel. Hellið næst krúskunni í í skál, setið lokið yfir og kælið. Stráið síðan kókosmjölinu og söxuðum döðlum yfir krúskuna.
Krúskan geymist í u.þ.b. 3 daga í kæliskáp
Ýtarefni um krúsku:
Are Waerland – Matur og Megin. Rit Náttúrulækningafélags Íslands.2.útgáfa 1944. Bls.36-43.
Heilsuvernd. Sérútgáfa 1. Ljúffengt heilsufæði. 45 árgangur 1989. Bls.20.
Matreiðslubók NLFÍ. 3.útgáfa 1989. Bls.138.
2 Ummæli
Góðan dag, mig langar að fá upplýsingar frá ykkur ef það er mögulegt, málið er að hér áður fyrr eldaði ég oft Krúska en í dag f´ég ekki eitt hráefni en það er rúgflögur, getið þið nokkuð sagt mér hvort ég get notað eitthvað í staðinn, t.d. rúgmjöl eða eitthvað annað, allt annað hráefni á eg, Bestu kveðjur Erna Grétasdóttir.
Sæl, þú getur notað byggflögur. Mæli með byggi frá Vallanesi https://modirjord.is/product/byggflogur-800g/
Með kveðju,
Geir Gunnar ritstjóri NLFÍ
Comments are closed.