Miðvikudaginn 18.október síðastliðinn veitti stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) eigendum gróðurstöðvarinnar Hæðarenda Grímsnesi, Svanhvíti Konráðsdóttur og Ingvari S. Ingvarssyni, viðurkenningu fyrir áratugastarf á sviði lífrænnar ræktunar matjurta.
Svanhvít og Ingvar hafa ásamt starfsfólki sínu ræktað lífrænar matjurtir með framúrskandi gæðum, merkingum og frágangi áratugum saman. Ræktunin á Hæðarenda er aðallega á kartöfum, káli og gulrótum en þó einnig ýmislegt annað í minna mæli. Sem betur fer er eftirspurn eftir lífrænum matjurtum sífellt að aukast á Íslandi og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran þátt í þeirri góðu þróun.
Viðurkenningin er veitt samkvæmt lögum NLFR sem kveður á að tilgangur félagsins sé m.a. að efla ræktun óspilltra matvæla.
Stjórn NLFR óskar Svanhvíti, Ingvari og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og vonar að þetta verði til þess að efla þau enn frekar í þessari bragðgóðu og heilsusamlegu framleiðslu.
Vert er að minna á slagorð NLFR „berum ábyrð á eigin heilsu“.
Að myndinni hér að ofan má sjá Björgu Stefánsdóttur meðstjórnanda í NLFR og Inga Þór Jónsson formann veita Svanhvíti og Ingvari viðurkenninguna.