Nú er haustið á næsta leyti og þá er um að gera nota allar næringarríku og bragðgóðu matjurtirnar sem verða á boðstólnum. Hér er súpuuppskrift úr smiðju Halldórs kokks á Heilsustofnun og er hún af gómsætri gulrótarsúpu sem enginn getur staðist.
500 g gulrætur
1 laukur
2-3 sellerístönglar
250 g rófur
4 hvítlauksrif
2 msk rifin engiferrót
1 L grænmetissoð
400 ml kókosmjólk
½ tsk kúmen
1 tsk karrý
hnefafylli ferskt kóríander
pipar og salt
Aðferð:
Gulræturnar og rófurnar eru skornar í bita og steiktar þar til þær hafa tekið smá lit. Því næst er að bæta við lauk, hvítlauk, kryddi og allt steikt í smá stund.
Síðan er grænmetissoði hellt út í ásamt kókosmjólk og látið malla vioð vægan hita þangað til allt grænmetið er vel soðið. Maukað með töfrasprota eða sett í blandara ef þið viljið fá súpuna vel maukaða.
Verði ykkur að góðu.