Laugardaginn 21.september var farið í matþörungaferð á vegum NLFR í Kópuvík í Innri Njarðvík..
Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur leiðbeindi í ferðinni. Þátttakendur lærðu að þekkja, tína og verka söl og annað fjörmeti. Eydís er hafsjór af fróðleik um matþörunga og gróður sjávar. Hún sagði að leitun væri að næringaríkari matvörum en þörungum.
Á facebooksíðu NLFÍ má sjá skemmtileg myndbönd úr ferðinni.
Vert er að benda áhugasömum á bókina „Íslenskir matþörungar“ sem Eydís er ein af meðhöfundum að.
Hér má sjá myndir úr þessari fróðlegu og skemmtilegu ferð.