Halldór kokkur á Heilsustofnun er snillingur í því að búa til girnilega grænmetisrétti og hér deilir hann með okkur uppskrift að girnilegri smalaböku.
„Hefðbundnar“ smalabökur eru með kjöti og kartöflusmús en smalabaka grænkerans er án kjöts. Kjötlaus smalabaka er ekkert síðri en hefðbundin, auk þess að vera bæði heilsusamlegri fyrir þig og umhverfið.
Þessi grænkera smalabaka er frábær leið til að auka grænmetisneyslu sína á kostnað kjötneyslu.
Uppskrift
1 smátt skorinn laukur
3 maukaðir hvítlauksgeirar
2 smátt skornar gulrætur
1 dós linsur með vökvanum
Handfylli frosnar grænar baunir
2 msk tómatpúrra
1 msk hveiti
1 msk blöndu af rósarmín og timjan
2 msk worcestershire sósa
Salt og pipar
Aðferð
Grænmetið er steikt í smá olíu á pönnu og síðan er tómatpúrru og hveitinu blandað saman við og steikt í smá stund.
Linsum, grænum baunum, worcestershire sósu og kryddum er svo bætt við blönduna. Öllu er blandað vel saman og látið malla í dágóða stund. Að lokum er blandan sett í elfast mót
Kartöflumús
800 gr kartöflur
250ml mjólk eða plöntumjólk
2 msk smjör eða plöntusmjör
Salt að smekk
Aðferð
Kartöflurnar eru skældar og skornar í bita. Kartöflunar eru svo soðnar og önnur innihaldsefni eru hræð saman við, þar til að komn er mjúk kartöflumús.
Kartöflumúsinni er smurt ofan á réttinn og rendur eru gerðar í músina með gafli.
Að lokum er músin pensluð með mjólk til að gefa henni fallegan brúnan lit.
Bakan er hituð í ofni við 200°C í 20-30 mínútur.