Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt hollustan í fyrirrúmi“ með Þorkeli kokki verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði næstkomandi laugardag, þann 8. september 2012.
Á námskeiðinu verða matreiddir í sýnikennslu girnilegir, hollir grænmetis- og baunaréttir og gómsætur eftirréttur. Í lokin er síðan sameiginlegt borðhald.
Kennt er frá kl. 13-16 og kostar 4.000 kr. fyrir félagsmenn en 5.000 kr. fyrir þá sem standa utan NLFR.
Þátttakendur fá jafnframt frítt í baðhús Heilsustofnunar.
Skráning á námskeiðið fer fram í nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191 frá kl 10:00-12:00.
Matreiðslunámskeið NLFR
Fyrri færsla