Kryddjurtanámskeið verður haldið þriðjudaginn 11. júní.
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur kennir á námskeiðinu og mun fara yfir helstu tegundir sem rækta má bæði úti og inni og hvað þarf til þess að ná góðri uppskeru. Einnig verður bragðkynning á ýmsum kryddtegundum og ostum.
Sáð verður, teknir græðlingar af kryddjurtum og nokkrum þeirra skipt.
Þátttakendur fá ítarleg námsgögn og plöntu til framhaldsræktunar með sér heim.
Námskeiðið fer fram í Fossheiði 1, 800 Selfossi kl. 18:00 – 21:00.
Verð fyrir félagsmenn, 6.000 kr. Takmarkaður fjöldi.
Skráning á nlfi@nlfi.is