Forsíða Ritstjórnarstefna

Ritstjórnarstefna

Höf. Geir Gunnar Markússon

Markmið Náttúrulækningafélags Íslands með þessum vef er að:
• Halda úti upplýsandi heimasíðu með áherslu á að það sé einstaklingurinn sem beri ábyrgð á eigin heilsu
• Skapa vettvang til skoðanaskipta um heilsu og heilsutengd málefni
• Leitast við að koma á framfæri upplýsingum um heilsu og heilsutengda þætti sem reynast sannastar og réttastar á hverjum tíma
• Leitast við að miðla upplýsingum um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningaaðferðir, ss. náttúrulækningar

Hrein og óspillt náttúra Íslands er mikilvægur þáttur í lífi og heilsu fólks. Því leggjum við áherslu á fræðsluefni sem stuðlar að:
• Heilsu og heilsusamlegum lifnaðarháttum
• Lífrænum landbúnaðarháttum
• Meðferð hráefnis og matreiðslu á heilnæmu fæði
• Umhverfisvitund
• Ræktun neyslujurta og uppfræðslu um meðferð þeirra

Ritstjóri NLFÍ rýnir í aðsent efni og áskilur sér rétt til að hafna birtingu álíti hann efnið ekki samræmast markmiðum og stefnu Náttúrulækningafélagi Íslands. Hægt er að senda ritstjóra póst með aðsendu efni eða athugasemdum á netfangið ritstjori@nlfi.is

– Berum ábyrgð á eigin heilsu! –

Þessi vefsíða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun notenda. Leyfa vafrakökur Lesa meira