Málþingi um offitu var haldið þann 7. febrúar 2002 á Hótel Loftleiðum.
Fundarstjóri var Árni Gunnarsson
Inngangur fundarstjóra:
Þverstæður í lífi okkar eru margar og margvíslegar. Á sama tíma og offita er að verða eitt erfiðasta heilbrigðisvandamál á Vesturlöndum, er hungur og næringarskortur hlutskipti meirihluta mannkyns. Í Bandaríkunum hrjáir offita og vandamál henni tengd, þriðjung fullorðinna íbúa og fimmta hvert barna. Þar fjölgaði einstaklingum, sem glíma við offitu um 30% á árabilinu 1980 – 1990.
Læknar og stjórmálamenn tala um offitu sem faraldur og þessi kvilli er annar í röð þeirra sjúkdóma sem valda ótímabærum dauða. Amaerican Obesty Assocaiation, Bandarísku offitusamtökin, telja að offita valdi ótímabærum dauða 300.000 einstaklinga á ári hverju.
Kostnaður samfélagsins við þennan sjúdóm sé um 140 milljarðar dollara á ári. Þessi samtök hafa gagnrýnt mjög hve stjórnvöld hafa verið sinnulaus gagnvart offitufaraldrinum og sama gildi um lyfjafyrirtækin. Mjög skorti á alla fræðslu og umræðu um þennan vanda.
Heilbrigðisyfirvöld og rannsóknarstofnanir nota aðeins um hálft prósent af heildar fjárveitingum til rannsókna til að rannsaka ástæður, afleiðingar og aðferðir til lækninga á offitu. Á sama tíma fari um 10% til rannsókna á krabbameini og sami hundraðshluti til rannsókna á hjartasjúdómum og eyðni.
Spurningin er hvort Íslendingar séu eitthvað betur á vegi staddir hvað þetta varða?
En á því leikur enginn vafi að hér fer þessi vandi vaxandi og rík ástæða til að bregðast við honum með öllum tiltækum ráðum.
Meðal annars þess vegna er offita umræðuefni þessa fundar.
Erindi af málþinginu:
„Ísland á iði“ – Gígja Gunnarsdóttir
Félagi OA-samtakanna – „Reynslusaga“