Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 19:30.
Þessum spurningum var velt upp á málþinginu:
- Hver var fæða frummannsins?
- Er vegan mataræði betra fyrir þarmana?
- Þarf vegan matur að vera lífrænn?
- Er nóg prótein í vegan mataræði?
- Þarf að taka bætiefni með vegan mataræði?
- Er vegan matur fyrir börn?
Myndbandsupptaka af öllu málþinginu
Fyrir hlé
Frummælendur:
- Allir vegir liggja til vegan – Benjamín Sigurgeirsson, doktor í líftækni. Hér má nálgast erindi Benjamíns á pdf-formi.
- Er nauðsynlegt að deyða dýr? Bjarni Þór Þórarinsson, vegan og ráðgjafi.
- Veganismi og íþróttir – Hulda B. Waage, kraftlyftingakona
- Hvers vegan ekki? – Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Hér má nálgast erindi Sæunnar á pdf-formi.
Fundarstjóri:
Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ
Auk frummælenda tók þátt í umræðum:
Meðganga og uppeldi ungra barna – Ragna Ingólfsdóttir, afrekskona í badminton og Ólympíufari
Tæplega 100 manns sóttu þetta fróðlega málþing og þakkar fræðslunefnd NLFÍ öllum þátttakendum kærlega fyrir.
„berum ábyrgð á eigin heilsu“