Náttúrulækningafélag Íslands efndi til málþings um hvítt hveiti á Icelandair hotel Reykjavík Natura, þingsal 1, þriðjudaginn 21.október s.l Yfir 300 manns troðfylltu salinn og hlustuðu á hin ýmsu erindi um hvíta hveitið.
Þessum spurningum var velt upp á málþinginu:
- Er hvítt hveiti ofnæmisvaldur?
- Er glúten slæmt fyrir meltinguna?
- Hvernig er hvítt hveiti unnið?
- Hver er munur á spelti og hveiti?
- Lífrænt korn eða hefðbundið
– Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingasérfræðingur. Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin? Hljóðskrá af erindinu.
– Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, ónæmisfræðideild LSH. Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það er spurningin? Hljóðskrá af erindinu.
– Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Glútenóþol, hveitiofnæmi, Seliak og glútenóþolssamtök Íslands. Hljóðskrá og glærur af erindi þeirra.
– Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari, Brauðhúsinu Grímsbæ. Lífrænn bakstur. Hljóðskrá af erindinu.
– Þorleifur Einar Pétursson, flugmaður. Reynslusaga. Hljóðskrá af erindinu.
Ávarp:
Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ. Hljóðskrá af ávarpi Gunnlaugs.
Fundarstjóri:
Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ.
Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum. Hljóðskrá af pallborðsumræðum.