Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Berjaya Reykjavík Natura Hotel, þriðjudaginn 14. nóvember 2023 kl. 19:30
Þessum spurningum verður velt upp á málþinginu:
– Hvers konar magaminnkunaraðgerðir eru í boði?
– Hver eru viðmið fyrir magaminnkunaraðgerð?
– Eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart fólki með offitu?
– Hvernig virka ný lyf á offitu og fylgikvilla ?
– Er hægt að vera of þungur og heilbrigður?
– Hvernig er eftirfylgnin að loknum magaminnkunaraðgerðum?
– Er matarfíkn raunveruleg fíkn?
– Hafa magaminnkunaraðgerðir áhrif á fíknir?
Fundarstjóri
Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ
Frummælendur
Erla Gerður Sveinsdóttir, lýðheilsufræðingur og sérfræðilæknir við offitumeðferð
Er lyfjameðferð lausnin?
Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi (SÁÁ)
Efnaskiptaaðgerðir og fíknisjúkdómar
Sólveig Sigurðardóttir, formaður Samtaka fólks með offitu (SFO)
Hvað með þessa offitu?
Aðalsteinn Arnarson, kviðarholsskurðlæknir
Efnaskiptaaðgerðir
Öll velkomin
Aðgangseyrir 3500 kr.
Frítt fyrir félagsmenn
Berum ábyrgð á eigin heilsu