Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings um föstur, á Icelandair Hótel Reykjavik Natura þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 19:30.
Málþingið var mjög vel sótt og komu rúmlega 200 manns á málþingið. Greinilegt er að föstur vekja áhuga Íslendinga.
HÉR MÁ SJÁ UPPTÖKU AF ÖLLU MÁLÞINGINU.
Þessum spurningum var m.a. velt upp á málþinginu:
- Hvað gerist í líkamanum við föstu?
- Er mikill munur á mataræði þeirra sem fasta og þeirra sem ekki fasta?
- Er fasta áhættusöm?
- Er fasta fyrir alla?
- Hverjir ættu helst að fasta?
- Er hægt að bæta árangur í langhlaupi með föstu?
- Hver er áhrifaríkasta fastan? Dagsföstur, 16:8, 20:4, 5:2?
Björg Stefánsdóttir skrifstofustjóri NLFÍ fór yfir sögu málþinganna og setti málþingið.
Fundarstjóri var Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur á Heilsustofnun og formaður fræðslunefndar NLFÍ.
Frummælendur:
- Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsufræðum hélt erindið „Er algengt að fólk fasti á Íslandi?“ Hér má nálgast glærur af erindi Jóhönnu.
- Sigurjón Ernir Sturluson, íþróttafræðingur og ultrahlaupari hélt erindið „Þjálfun og fastan með Sigurjóni Erni“. Þar fór hann yfir persónulega reynslu sína af föstu í sinni afreksþjálfun. Hér má nálgast glærur af erindi Sigurjóns Ernis.
- Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti hélt erindið „ Fasta, gerðir og heilsuáhrif“. Hér má nálgast glærur Þorbjargar.
- Lukka Pálsdóttir , sjúkraþjálfari B.S., MBA, stofnandi Happ og Greenfit hélt erindið „Er fasta lykilinn að langlífi og lífsgæðum?“. Hér má nálgast glærur af erindi Lukku.
Að loknum erindum svöruðu frummælendur spurningum úr sal og sköpuðust mjög skemmtilegar og áhugaverðar umræður.
Það er von NLFÍ að þetta málþing hafi nýst þátttakendum vel og það hafi svarað einhverjum af þeim spurningum sem fólk hafi um föstur.
NLFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í málþinginu fyrir frábærlega vel heppnað málþing.