Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur, mun kenna áhugasömum að þekkja, tína og verka söl og annað skemmt fjörmeti.
Mæting er við styttuna af Geirfuglinum við Valahnjúk á Reykjanesi kl 12:30, mánudaginn 13. ágúst.
Þátttakendur þurfa að vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka, og að sjálfsögðu góða skapið 😀
Athugið að um stórgrýtta fjöru er að ræða og því betra að vera fótviss.
Þátttaka er opin öllum og ókeypis!