Stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur afhenti Ásthildi Einarsdóttur heiðursskjal á Landsþingi Náttúrulækningafélags Íslands 20. september. Henni voru færðar þakkir fyrir áratuga starf fyrir NLFR. Ásthildur sat í stjórn félagsins frá árinu 1995-2025 og hefur komið að ýmsum málum í gegnum tíðina og gerir enn.
Á myndinni er stjórn NLFR ásamt Ásthildi. Frá vinstri Bjarni Þórarinsson, Brynja Gunnarsdóttir, Ásthildur Einarsdóttir, Björg Stefánsdóttir, Geir Gunnar Markússon og Ingi Þór Jónsson.
Mynd: Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir