Nýlega hélt NLFÍ málþing um nikótínpúða þar sem helstu sérfræðingar þessa lands í forvörnum, læknavísindum og lýðheilsu héldu erindi um þessa nýju þjóðfélagsvá.
Málþingið var ekki vel sótt og almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil heilsuvá þessir nikótínpúðar eru. Þeir hafa verið auglýsir og markaðsettir mikið fyrir ungu kynslóðina og við sem samfélag erum sofandi að feigðarósi gagnvart þessu en á meðan er unga kynslóðin okkar að ánetjast á methraða. Þetta er selt sem saklaust og jafnvel með góðum bragðefnum til að auka enn frekar sölu.
Okkur tókst sem samfélagi að gera tóbaksreykingar að algjöru tabúi og við þurfum álíka átak núna til að vinna á þessari vá sem nikótínpúðar eru.
Hér eru nokkrur áhugaverðir punktar sem komu fram á þessu málþingi. Þessi sannleikur ætti að fá okkur öll til að vakna og átta okkur á því hversu hrikalega skaðlegir þessir „saklausu“ hvítu púðar eru:
- Nikótín er eitur sem nikótínplantan framleiðir til að verja sig gegn skordýrum.
- 10-11% stráka og stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa prófað nikótínpúða – Ef þetta væru sígarettur værum við með mikið átak í gangi! (1% unglinga í 10.bekk reykja sígarettur í dag, var 21% árið 2000)
- Um 30% framhaldsskólanema yfir 18 ára aldri hafa prófað og nota níktóínpúða í dag og það ekkert tiltökumál að vera að nota nikótínpúðana – Það er orðið normal að nota púðana í framhaldsskólum en hins vegar myndu allir súpa hveljur ef einhver framhaldsskólanemi færi að reykja.
- Fráhvörf nikótíns (koma innan 1-2 klst): Pirringur, depurð, kvíði, aukin spenna og streita, einbeitingarskortur, athyglisbrestur, orkuleysi, hvatvísi. Ánægja af lífinu minnkar og nikótín nú nauðsynlegt til að geta upplifað dagsdaglega gleði.
- Nikótínpúðar geta valdið alvarlegum skaða í munnholi s.s.
- Slæmar sýkingar (tobacco pouch keratosis)Hörfum tannholds (sjá myndir að neðan)TannholdsbólgurLitun tanna
- Ofnæmisviðbrögð
- Meiri likur á krabbameini í munni
- Nikótíneitranir ungabarna og óvita eru aukast mikið því börnin eru að stinga nikótínpúðum upp í sig (þeir eru líka með bragði í dag)
- Nikótín hindrar þroska framheilans , sérstaklega ef nikótínnotkun byrjar snemma og letur taugaboðskipti milli framheila og dýpri svæða heilans, sem er mikilvægt fyrir lærdóm, vellíðan og að hafa stjórn á hvötum og neikvæðum tilfinningum.
- Nikótín lækkar streituþröskuldinn og gerir kvíðastöðina í heilanum ofurnæma. Þarf minna áreiti til að komast í tilfinningalegt ójafnvægi.
- Nikótín minnkar djúpsvefn (vaxtarhormón) og draumsvefni (nauðsynlegur fyrir lærdóm og tilfinningaúrvinnslu).
- Gríðarlegt magn af nikótíni er í nikótínpúðum og því mun meiri fíkn og fyrr háður. Einn nikótínpúði er allt að 10 sígarettum (í mesta styrkleika). Hæsti löglegi styrkleiki í nikótínpúðum er 5-10-falt hærri en nikótíntyggjó á almennum markaði
- Grimm og einstaklega ágeng markaðsetning tóbaks- og áfengisframleiðanda o.fl. gagnvart börnum og ungmennum sérstaklega á samfélagsmiðlum er alvarlegt lýðheilsumál – Áfengis, tóbaks og nikótínvöru auglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og ungmenna, sem auk þess eiga bæði laga- og siðferðilegan rétti til þessa að vera laus við áróður og áreiti af þessum toga.
- Nikótínbransinn er bara grjótharður bísness. „Kostuð normalisering“ er afar mikilvægur liður í skapa sem mestan gróða
- Beinar og óbeinar auglýsingar á nikótínvörum – Kvikmyndir, tónlist, áhrifavaldar.
- Nikótínbransinn nýtir ávallt bestu aðferðir samtímans til að auka söluna. Vinna afar markvisst í umhverfi barna og ungmenna, sérstaklega á samfélagsmiðlum, utan seilingar og í friði frá foreldrasamfélaginu
- Til þess að berjast gegn þessari miklu heilsuvá þarf Alþingi að stuðla að breytum á lögum og reglugerðum t.d. að
- 1. Reynslan af almennri sölu rafsígaretta og nikótínpúða sýnt að of margir söluaðilar fylgja ekki reglum
- 2. ALLT NIKÓTÍN falli undir lyfja- eða tóbaksvarnarlög til að vernda börn og unglinga – Ekki bara sígarettutóbak!
- 3. Verðstýring, skattlagning og auglýsingabann- allt mikilvægar forvarnir (>75% vs. 24%)
- 4. Umbúðir hafi varúðarmerkingu og barnalæsingu
- 5. Banna bragðefni
- 6.Háar sektir til þeirra sem selja nikótín til barna undir lögaldri
- 7. Í hinum fullkomna heimi væri 25 ára aldurtakmark