Tveir heimildarþættir um langvinnt Covid og ME sjúkdóminn voru nýverið sýndir í Sjónvarpinu og eru aðgengilegir í Sarpinum.
Annar þeirra heitir „Langvinnt covid og ME-sjúkdómurinn“ og fjallar um langvinnt covid sem milljónir manna glíma við í kjölfar Covid. Einkennin eru fjölbreytt og einstaklingsbundin og geta haft áhrif á fjölmörg líffæri. Í mörgum tilvikum leiðir það til ME sem engin lækning hefur fundist við.
Hinn þátturinn „Langvinnt covid og ME-sjúkdómurinn: Meredith og Charity“ er heimildarmynd um hjónin Meredith og Charity sem báðar glíma við langvinnar afleiðingar sjúkdómsins. Þær eru fæddar og uppaldar í Bandaríkjunum en Meredith nam læknisfræði við Háskóla Íslands og starfaði um tíma sem öldrunarlæknir á Akureyri.
