Á morgun er Reykjavíkurmaraþonið og margir orðnir spenntir að hlaupa af stað. Margir nota svokallað íþróttadrykki eins og Gatorade, Powerade og Aquarius.
Það eru ekki flókin innihaldsefni í íþróttadrykkjum:
- Vatn – Mikilvægt fyrir hlauparann að bæta fyrir vökvatap með vökva.
- Kolvetni – Orka svo hægt sé að halda líkamanum gangandi (hlaupandi).
- Steinefni, aðallega natríum – Við töpum steinefnum með svitanum og því er mikilvægt að bæta fyrir það tap til þess að vöðvar og hjarta virki eðlilega.
Það er alls ekki flókið að búa til íþróttadrykk enda eru
þetta allt algeng efni í eldhúsinu okkar. Með því að gera okkur eigin drykk
erum við oft að sleppa við allskyns óæskileg efni s.s. litarefni, bragðefni eða
sætuefni. Til hvers þarf t.d. íþróttadrykkur að vera neonblár, tengist það
eitthvað betri árangri?
Íþróttadrykkir eru með sykurstyrk á bilinu 6-8% sem er svipað og blóðvökvinn,
þetta heitir að vera isotónískur drykkur.
Hér eru uppskriftir af nokkrum íþróttadrykkjum sem hægt er búa til í eldhúsinu heima á hlaupadag.
Einar einfaldi – Einfaldur og þægilegur „þetta þarf ekki að vera flókið“
250 ml vatn
250 ml appelsínusafi (ekki úr þykkni)
Smá salt
Þessi drykkur væri líka frábær fyrir börn og unglinga sem stunda miklar íþróttir.
Stjáni sætsúri –
Lífið er sætsúrt
250 ml soðið vatn
3-4 matskeiðar hunang
2 matskeiðar sítrónusafi
¼ – ½ teskeið salt
Fylla upp með vatni köldu vatni að 950 ml
Blandið hunanginu og saltinu í heita vatninu þar til það er uppleyst. Bætið því
næst öllu samið og kælið. Þeir sem svitna mjög mikið á hlaupum ættu að hafa
allt að ½ teskeið af salti og þeir sem vilja meiri sætu og ætla í meiri átök nota 4 matskeiðar hunang.
Halli Hawaii – Alltaf í sólskinsskapi
600 ml vatn
250 ml kókósvatn
55 gr sykur
¼ tsk salt
NLFÍ óskar öllum hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoninu góðs gengis og munið að njóta vel og „sigra ykkur sjálf“.
Heimildir:
http://www.heilsutorg.is/is/frettir/heilsutorg-tok-vidtal-vid-fridu-run-thordardottur-naeringarfraeding-og-hlaupara-thar-sem-vid-spurdum-ut-i-notkun-a-ithrottadrykkjum-annar-hluti
http://www.5-a-side.com/nutrition/how-to-make-your-own-isotonic-sports-drink/
https://www.theenduranceedge.com/2018/10/homemade-honey-lemon-sports-drink/