Nú er helgin að nálgast og um að gera huga að því að dekra aðeins við sig í mat. Hér er uppskrift af yndislegri döðluköku og ekki skemmir fyrir að í henni er enginn viðbættur sykur eða hveiti. Þessi uppskrift er tekin úr uppskriftarbók Heilsustofnar NLFÍ.
Botn:
4 stk þeyttar eggjahvítur
1 dl döðlumauk (döðlur, hitaðar og maukaðar)
2 dl saxaðar döðlur
2 dl möndlukurl
Hjúpur:
70 ml kókosmjólk
70 g súkkulaði
eða
70 ml kókosmjólk
70 g súkkulaði 50-70%
Aðferð:
¼ af eggjahvítunum er blandað vel saman við döðlumaukið, söxuðu döðlurnar og möndlukurlið með sleikju. Svo er restinni af eggjahvítunum blandað varlega saman við. Sett í vel smurt form og bakað við 170°C í 15-20 mínútur.
Þegar búið er að kæla botninn má bæta 3-4 sneiddum bönönum ofan á hann og hjúpurinn settur yfir, en hann er lagður með því að hita kókosmjólkina og bræða svo súkkulaðið í henni.