Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.
Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.
Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu
- trúverðugleika stjórnenda
- starfsanda
- launakjör
- vinnuskilyrði
- sveigjanleika í starfi
- sjálfstæði í starfi
- ímynd stofnunar
- ánægju og stolt og jafnrétti.
Við erum afskaplega stolt af þessari niðurstöðu og er þetta annað árið í röð sem Heilsustofnun er efst í sínum flokki. Árið 2021 var Heilsustofnun efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri.
Könnunin náði til tæplega 40.000 starfsmanna á opinberum vinnumarkaði; hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og fyrirtækjum í almannaþjónustu. Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana.
Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðu.