Náttúrulækningafélag Reykjavíkur fór í afar vel heppnaða matþörungaferð 12. ágúst 2025. Tekið var á móti hópnum við Kópuvík í Innri Njarðvík. Leiðsögumaður var Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur. Hún kenndi að þekkja, tína og verka söl og annað girnilegt fjörumeti. Eydís er höfundur bókarinnar Íslenskir matþörungar.
Þrátt fyrir rigningu og rok voru þátttakendur afar ánægðir með ferðina og fóru klifjaðir heim með lostæti úr Kópavík.
Valdimar Harðarson tók myndina.