Matþörungaferð NLFR verður þriðjudaginn 12. ágúst. Tekið verður á móti fólki kl. 12:45 við Kópuvík í Innri Njarðavík. Bílum lagt við Brekadal.
Þetta er stutt ganga en fjaran þarna er auðug af matþörungum. Leiðsögumaður er Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur. Hún kennir að þekkja, tína og verka söl og annað girnilegt fjörumeti.
Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm eða stígvélum og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka. Gott er að taka vatnsbrúsa með.
Takmarkaður fjöldi. Skráning með tölvupósti á nlfi@nlfi.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Verð 3.500 krónur. Frítt fyrir félagsmenn NLFR. Smelltu hér til að gerast félagsmaður NLFR
