Bæjarráð Hveragerðisbæjar „tekur undir með 40. landsþingi Náttúrulækningafélags Íslands og skorar á stjórnvöld að standa vörð um það mikilvæga starf sem fram fe hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.“ Þessi bókun var samþykkt á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar 1. október þar sem fjallað var um alvarlega stöðu Heilsustofnunar.
Landsþing NLFÍ samþykkti áskorun á stjórnvöld um að standa vörð um það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer á Heilsustofnun í Hveragerði. Tryggja verði réttlæti og jafnræði við úthlutun fjármuna til endurhæfingarmála á Íslandi, þannig að það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer hjá Heilsustofnun beri ekki áfram skarðan hlut frá borði, eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Áskorun þessa efnis var samþykkt einróma á 40. Landsþingi Náttúrulækningafélags Íslands laugardaginn 20. september 2025.
Áskorun til stjórnvalda
„40. Landsþing Náttúrulækningafélags Íslands haldið í Reykjavík, 20. september 2025 samþykkir að skora á stjórnvöld að standa vörð um það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Tryggja verði réttlæti og jafnræði við úthlutun fjármuna til endurhæfingarmála á Íslandi, þannig að það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer hjá Heilsustofnun beri ekki áfram skarðan hlut frá borði, eins og verið hefur mörg undanfarin ár.“
Á myndinni eru Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði á Landsþingi NLFÍ 20. september.
Mynd: Ingi Þór Jónsson