Hér deilir Dóri kokkur á Heilsustofnun með okkur einstaklega litríku og guðdómlega næringarríku salati.
Í salatinu er hinn skemmtilegi ávöxtur granatepli sem við Íslendingar höfum ekki mikið notað í matargerð.
Granatepli þýðir „epli með fræum“, er ávöxturinn því stundum nefndur kjarnepli á íslensku. Granatepli eru mjög rík af C- og K-vítamíni. Auk þess eru þau mjög trefjarík.
Innihald
1/2 rauðkálshaus skorinn í litla bita
1 agúrka skorin í litla teninga
2 tómatar skornir í litla bita
100 gr söxuð steinselja
30 gr saxað dill
100 gr granateplakjarnar
safi úr einni sítrónu
4 msk ólífuolía
salt/pipar eftir smekk
Aðferð
Öllu blandað saman frábært borið fram sem meðlæti með öllum mat eða borðað eitt og sér.