Ívar Guðmundsson hinn landsfrægi útvarpsmaður er næsta fórnarlamb yfirheyrslu NLFÍ. Það þarf nú varla að kynna Ívar en við höfum heyrt hans ljúfu rödd á öldum ljósvakans undanfarna áratugi. Ívar er fjölhæfur maður og hefur auk útvarpsmennskunnar getið sér gott orð í líkamsrækt og bætiefnaframleiðslu.
Við hjá NLFÍ þökkum Ívari innilega fyrir að gefa sér tíma til að svara þessum spurningum okkar.
Fyrstu sex í kennitölu
290366
Fullt nafn
Ívar Guðmundsson
Ertu með gælunafn?
Ekki sem margir vita en í fékk í grunnskóla gælunafnið Íbbi og gamlir skólafélagar segja þetta stundum við mig ?
Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Giftur og samanlagt eru börnin 5 og þau eru á aldrinum 9 til 29 ára.
Hvar ertu fæddur og uppalinn?
Ég er fæddur í Reykjavík og ólst upp í miðbænum fram til 6 ára aldur, þá fluttum við Unufell í Breiðholti og það er í mínum huga æskuslóðirnar. Á ættir að rekja á Snæfellsnes þar sem ég var í sveit mörg sumur hjá bræðrum mömmu á Eiðhúsum og þykir mjög vænt um þær minningar.
Núverandi búseta?
Ég og eiginkonan höfum komið okkur vel fyrir í Úlfársdalnum í Reykjavík.
Menntun?
Ég er grunnskólagenginn og svo var það bara skóli lífsins sem tók við.
Atvinna?
Dagskrárstjóri Bylgjunnar og dagskrárgerðarmaður/í aukavinnu hef ég verið að einkaþjálfa smá með.
Hvenær byrjaðir þú í útvarpi?
Ég byrjaðist fyrst í útvarpi í september 1989 á FM957 sem þá var 3 mánaðar gömul.
Ertu með tölu á fjölda morgunþátta sem þú hefur verið með á Bylgjunni?
Ég hef verið á morgnanna á Bylgjunni í 21 ár og var þar áður eftir hádegi og á FM957 var ég bæði á morgnanna og líka síðdegis. Ef ég ætti að taka þetta saman þá eru útvarpsþættirnar komnir eitthvað yfir 7 þúsund örugglega hahaha… sem er fjandi mikið.
Hvar og hvenær vaknaði áhugi þinn á líkamsrækt og heilsu?
Hef að vísu alltaf verið að hreyfa mig frá því að ég var bara 6 ára í fótbolta en svona virkilegur líkamsræktaráhugi kviknaði þegar ég var að nálgast þrítugt. Þá fór ég að lyfta lóðum reglulega og spá í mataræðið. Tók þátt í mína fyrsta Fitnessmóti 35 ára og tók þátt í 11 slíkum mótum á fimm árum.
Hvaða íþróttir hefur þú stundað?
Þær eru nú ekki margar en fótbolti hefur alltaf verið mitt uppáhald og svo styrktarþjálfun en einnig hef ég líka verið slatta á skíðum mér til gaman.
Hvernig kom það til að þú og Arnar Grant fóruð að þróa heilsuvörur eins og Hámark og Teyg?
Við kynntumst 2001 og fundum að við deildum miklum áhuga á að þróa heilsuvörur og við ákváðum að svífa í sælgætisgerðina Freyju og ath hvort þeir gætu ekki framleitt Íslensk próteinsúkkulaði með okkur, þetta var 2006 og um páskana 2007 kom Kraftur á markað og í framhaldi af því fórum við í Vífilfell og þeir hófu að framleiða Íslenskan próteindrykk með okkur sem fékk nafnið Hámark og kom á markað í janúar 2008.
Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, ketó, whole9 eða annað? Og ef svo er þá afhverju?
Ég hef aldrei verið með eitthvað plan í sambandi við að sleppa þessu og hinu og hef alltaf reynt að halda jafnvægi í mataræði, prufaði svo í byrjun þessa árs að nota Macros mataræðið hjá honum Inga Torfa og fann að það hentaði mér fullkomlega enda snýst það ekki um að sleppa neinu næringaefni heldur hafa jafnvægið fullkomið fyrir þig og er það sett saman fyrir hvern einstakling. Það hentar mér mjög vel.
Hversu marga facebook vini áttu?
Það eru alltaf 4900 og eitthvað en það tengist líka því að þetta vinnutæki fyrir mig, ég á ekki svona marga vini ?.
Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
Ég hef verið að dansa í 3900 í marga mánuði. Verð seint talinn áhrifavaldur haha..
Uppáhaldsmatur?
Nautasteik eða mitt uppáhald og okkur tókst að fullkomna eldun á henni í covid, eitt það góða sem kom út úr því ástandi sem er jú enn í gangi.
Uppáhaldsdrykkur?
Vatn er mitt uppáhald.
Uppáhaldslag og tónlistarmaður (konur eru líka menn)?
Sálin hans jóns mín er mitt uppáhald en annars hef ég hlustað mikið á Bríet undanfarið ár
Hvetur góð tónlist þig áfram á æfingum og þá hvernig tónlist?
Ég hef aldrei notað tónlist til að hvetja mig áfram í æfingum en sennilega þar sem ég er umvafinn tónlist í útvarpinu en stundum nota ég tónlist á æfingu til að stytta mér stundir.
Uppáhaldsbíómynd?
Ég á erfitt með að nefna eina en myndir As Good As It Gets og Notting Hill eru þar ofarlega.
Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Erfitt að segja en það situr alltaf í mér þegar ég hitti Kevin Costner á Skuggabarnum fyrir mörgum árum og bauð honum í glas, ætli ég verði ekki að segja að hann sé stærsta nafnið en einnig hafa komið til mín í þáttinn Björk, James Blunt, Morten Harket úr A-ha, Nik Kershaw , Dilana gengið úr Rockstar Supernova og margir fleiri tónlistarmenn og svo hittum við Arnar Casper úr Klovn hér um árið og tókum viðtal við hann.
Markmið í starfi?
Gera alltaf eins vel og þú getur og hafa gaman af því sem þú vinnur við.
Markmið í lífinu?
Gera betur í dag en í gær, maður er alltaf að læra.
Mottó?
Þú getur það sem þú ætlar þér.
Hræðist þú eitthvað?
Get verið pínu lofthræddur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Margt en eitt af því er að henda þvottavélinni í Sorpu og hún var full af þvotti, þurfti að hringja um kvöld í stöðvarstjóra Sorpu og fá hann til að koma og opna fyrir mig svo ég gæti endurheimt íþróttafötin!
Eitthvað sem þú sérð mikið eftir?
Ekkert sem kemur upp í huga.
Hvað er það sem fáir vita um þig?
Veit ekki með fáir en ég er mikill nammigrís.
Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem er að byrja sinn feril í útvarpi?
Aðalatriðið er að gefast ekki upp, ég reyndi að komast í útvarp í mörg ár áður en ég komst að.
Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar heilsu?
Það er að forðast öfgar, hreyfing og mataræði er lykillnn að heilbrigði og þetta þarf að stunda alltaf ekki bara í skorpum.
Hvað er framundan hjá þér?
Halda áfram að gera skemmtilega hluti og njóta hvers dags.
Eitthvað að lokum?
Jákvæðni er valkostur!