Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt – hollustan í fyrirrúmi“verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 6. september kl. 13:30 – 15:30.
Þetta er spennandi sýnikennslunámskeið þar sem kennd verður meðhöndlun grænmetis og eldaðir gómsætir grænmetis- og baunaréttir auk eftirréttar. Sameiginlegt borðhald í lokin.
Kennari er Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður HNLFÍ. Halldór er galdramaður þegar kemur að matseld. Hægt er að kynna sér hluta af matseld Halldórs hér á vef NLFÍ: https://nlfi.is/uppskriftir/halldor-kokkur-a-hnlfi
Baðhús HNLFÍ er opið frá kl. 10:00-17:30. Frír aðgangur verður fyrir þátttakendur námskeiðsins.
Skráning á nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191 frá kl. 10:00–12:00.
Verð er 5.500.- en aðeins kr. 4.500.- fyrir félagsmenn.
Stjórn NLFR