Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 25. okt 2016 kl. 20:00
Þessum spurningum var velt upp á málþinginu:
– Eru til aðgengilegar upplýsingar um fæðubótarefni?
– Fullnægir fjölbreytt fæði næringarþörf okkar eða þurfum við fæðubótarefni?
– Getur ofneysla fæðubótarefna reynst hættuleg? Eru börn og unglingar í íþróttum að taka inn fæðubótarefni?
– Hverjum gagnast fæðubótarefni best?
Fundarstjóri:
– Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur Heilsustofnunar NLFÍ.
Frummælendur:
– Þarf ég að bæta mig? Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ og deildarstjóri Næringarstofu Landspítala.
Hér má nálgast erindi Ingibjargar.
– Hvað er fæðubót – grjót eða góð aukanæring? Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir.
Hér má nálgast erindi Kolbrúnar
– Ljómandi góð heilsa. Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti.
– Áratuga ferill með og án fæðubótarefna. Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi og næringarfræðingur.
Auk frummælenda sátu fyrir svörum
Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri Matvælastofnunar
Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fitness Sport
130 manns sóttu þetta velheppnaða málþing og þakkar fræðslunefnd NLFÍ öllum þáttakendum kærlega fyrir.
„Berum ábyrgð á eigin heilsu„.