Þessar uppskriftir eru teknar úr uppskriftarbók Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Þetta er flottur valkostur fyrir þá sem vilja minnka kjötátið og fá sér samt bragðgóðan borgara með góðu meðlæti.
Svartbaunaborgarar 6-8 borgarar
½ laukur
2 hvítlauksrif
2 dósir svartar baunir
2 msk. kóríander, freskt
2 msk. steinselja, fersk
1 egg
½ tsk. Chilliduft
200 g haframjöl
salt og pipar að smekk
Aðferð
Laukur og hvítlaukur eru maukaðir í matvinnsluvél með kryddjurtum og eggi. Allt sett í skál með baununum og mjöli og hnoðað saman. Ef blandan er of blaut er sett meira mjöl, hún að vera þétt í sér. Deigið er svo formað í buff og steikt á pönnu eða eldað í ofni við 180°C í 10-12 mínútur.
Kotasælusósa
½ ltr. Létt AB-mjólk
1 lítil dós kotasæla
1-2 hvítlauksrif, pressuð
salt og pipar að vild
Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar.
Frábært er að bera þetta fram með niðurskornu fersku grænmeti að vild og ofbökuðum niðurskornum sætum kartöflum.
Verði ykkur að góðu.