Uppskrift maímánuðuar frá Halldóri kokki á Heilsustofnun er að þessu sinni gómsætur kjúklingabaunakarrýréttur.
Verði ykkur að góðu.
2 dósir kjúklingabaunir
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 rauð paprika skorin í bita
1 lítið brokkólí og blómkálshaus skorið í bita
4-5 gulrætur skornar í bita
2 tsk. karrýduft eða 1 msk. karrýmauk
1-2 dós kókosmjólk
1 dós niðursoðnir tómatar
1 msk. grænmetiskraftur
1 tsk. cumin
2 tsk. smátt skorið engifer
1 tsk. paprikukrydd
2 msk. ferskur kóríander
Aðferð:
Byrjað er á því að hita olíu í potti og svita lauk, hvítlauk og engifer. Bæta svo út í kryddinu, kókosmjólkinni, niðursoðnu tómötunum og grænmetiskraftinum. Þetta er svo látið malla við vægan hita í 15 mín eða svo. Kjúklingabaunir og restinni af grænmetinu er síðan bætt út í og eldað stundarkorn. Ef sósan er of þunn er hægt að nota maísmjöl til að þykkja. Gott er að steikja grænmetið aðeins áður en það fer útí sósuna
Með kveðju, Halldór Steinsson