Hér kemur uppskrift mánaðarins frá Halldóri Steinssyni, matreiðslumeistara hjá HNLFÍ í Hveragerði.
Uppskrift
200 gr. ósoðnar rauðar linsubaunir
300 gr. rifnar gulrætur
200 gr. rifnar sætar kartöflur
200 gr. rifin sellerírót
100 gr. smátt skorinn blaðlaukur
150 gr. ristaðar möndluflögur
4 msk. tómatpúrra
3 hvítlauksrif pressuð
2-3 msk. mangóchutney
1-2 tsk. grænmetiskraftur
2 tsk. túrmeric
2 msk. saxað ferskt kóríander
1 tsk. malað cumin
¼ tsk. cayenne pipar salt og pipar
Aðferð
Byrja á því að sjóða linsurnar í potti með lárviðarlaufi og smá grænmetiskrafti. Steikja allt rótargrænmeti, blaðlauk, hvítlauk og krydd þangað til það er meyrt og færa það yfir í skál blanda saman við linsurnar, mangóchutney, tómatpúrru, grænmetiskraft og síðast möndluflögur salt og pipar.
Blandan á að vera heldur þétt í sér ef hún er of blaut má setja smá haframjöl eða bókhveitimjöl útí og setja í smurt jólakökuform og baka í ofni við 190 gráður í ca. 25-30 mín.
Njótið vel! Halldór Steinsson