Gómsæta grænmetissalsað, sem nú er orðið fastagestur á veisluborðum heima hjá mér, er sérlega ljúffengt og auðvelt í framkvæmd. Það eina sem þarf til verksins er gott skurðarbretti, beittur grænmetishnífur, hvítlaukspressa og skál undir salsað.
- 1 rauðlaukur, fínt saxaður (má líka alveg nota venjulegan gulan matlauk)
- 1-2 hvítlauksrif, kramin (má sleppa)
- 1 rauð íslensk paprika, fínt söxuð
- 1 gul íslensk paprika, fínt söxuð
- 2-3 hárauðir íslenskir tómatar, fínt saxaðir
- 1 meðalstór íslensk gúrka, fínt söxuð
- Íslensk sjávarsalt eftir smekk
- Ferskar íslenskar kryddjurtir að eigin vali (til dæmis timian, rósmarín, kóríander, steinselja)
- Góð ólífuolía (einhverjir myndu kannski frekar vilja repjuolíu úr íslensku byggi…)
Grænmetinu blandað saman í fallegri skál, salti og kryddjurtum stráð yfir, smá skvettu af góðri olíu hellt yfir, öllu hrært saman og borið fram með öllum hugsanlegum mat. Einnig er tilvalið að setja út í salsað margs konar hnetur eða fræ, mangó eða aðra ávexti, þetta er í raun einungis leiðbeinandi uppskrift.
Guðríður Helgadóttir, grænmetissalsaáhugamanneskja