Stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur færði Heilsustofnun tvo nýja bekki núna í vikunni. Dvalargestir og starfsfólk Heilsustofnunar voru að vonum ánægð þessa fínu bekki. Góð jólagjöf frá NLFR sem mun nýtast mjög vel í framtíðinni.
NLFR er annað tveggja náttúrulækningafélaga á Íslandi, hitt er Náttúrulækningafélag Akureyrar (NLFA). NLFR hefur allt frá stofnun þess 15.nóvember 1949 verið fjölmennasta náttúrulækningafélagið í landinu. Allt frá fyrstu árum stóð NLFR fyrir vinsælum útivistarferðum, s.s. grasaferðum, hélt fjölmenna fræðslufundi um heilsufar og mataræði, stóð að verslunarrekstri, rekstri brauðgerðar og matsölu með heilsufæði.
Í dag er grasaferð NLFR árlegur viðburður og vinsæl meðal félagsmanna , einnig matreiðslunámskeið NLFR sem haldin eru reglulega. Málþing NLFÍ er haldin í samvinnu við NLFR.
Formaður NLFR er Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunar.