Félagsskírteini og nýir afsláttaraðilar
Þessa daganan er verið að senda út ný félagsskírteini sem gilda til 1. júlí 2020. Tveir nýir afsláttaraðilar hafa bæst í hóp samstarfsaðila okkar.
- Frú Lauga, Laugalæk er með fjölbreytt úrval fyrir sælkerann. Lögð er áhersla á íslenska smáframleiðendur, ferskvörur beint frá bónda og sælkeravörur sem fást hvergi annars staðar á landinu. Frú Lauga gefur 10% afslátt.
- Matarbúr Kaju / Kafé Kaja, Akranesi, er eina lífræna umbúðalausa verslun landsins. Kafé Kaja er frábært kaffihús, með allt lífrænt. Matarbúr Kaju / Kafé Kaja gefur 7% afslátt.
Félagsgjald NLFR
Á aðalfundi NLFR í mars sl. var samþykkt að hækka árgjaldið í 3.000 kr. Árið 2017 var tekin ákvörðun um að gefa út félagsskírteini til tveggja ár til að spara prentkostnað. Árgjöld fyrir seinna árið skiluðu sér ekki nægilega vel. Stjórn NLFR þakkar félagsfólki sínu sem stendur ávallt í skilum og þá ekki síst þeim fjölmörgu gjaldfríu ævifélögum, 70 ára og eldri sem greitt hafa og þannig stutt starf félagsins.
Þeir sem eru ekki með heimabanka vinsamlegast greiðið 3.000 kr. árgjald inn á bankareikning 0301-26-1491 Kt. 480269-6759
Grasaferð í þágu Heilsustofnunar þriðjudaginn 2. júlí
Tíndar verða jurtir í göngufæri við Heilsustofnun. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar vinsælt meðal félagsmanna. Hist við aðalinngang kl. 13:30. Boðið verður uppá heilsute og brauð frá Heilsustofnun í lokin. Allir fá frítt í baðhúsið Kjarnalund að tínslu lokinni.
Hámarksfjöldi er 25 manns. Skráning í síma 552-8191 eða netfang nlfi@nlfi.is
Nýjustu fréttir frá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
Nýr þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands tók gildi 1. apríl sl. Reksturinn er í ágætu jafnvægi og ásókn er gríðarleg í endurhæfingu á Heilsustofnun. Starfsfólk hugar að umhverfismálum og hefur í fyrsta sinn markað spor til framtíðar með því að gera að árvissum viðburði að gróðursetja tré til að jafna kolefnisspor Heilsustofnunar. Fyrsta gróðursetningin var 5. júní sl.
NÝTT OG SPENNANDI
Kryddjurtanámskeið miðvikudaginn 3. júlí
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur er kennari námskeiðsins sem er mjög fjölbreytt þar sem allir vinna saman. Það hefst með bragðkynningu á kryddtegundum með ostum. Sáð verður, teknir græðlingar af kryddjurtum og nokkrum þeirra skipt. Farið verður yfir helstu tegundir sem rækta má bæði úti og inni og hvað þarf til þess að ná góðri uppskeru. Þátttakendur fá ítarleg námsgögn og plöntu til framhaldsræktunar með sér heim.
Námskeiðið fer fram á Fossheiði 1, 800 Selfossi kl. 18:00 – 21:00. Verð fyrir félagsmann kr. 5.000 kr. Takmarkaður fjöldi, 10 manns. Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 – 12:00. Einnig á nlfi@nlfi.is og ingi@heilsustofnun.is
Sveppatínsluferð í Heiðmörk sunnudaginn 18. ágúst
Ása M. Ásgrímsdóttir bókahöfundur um sveppi kennir okkur á námskeiðinu sem hefst kl 12:00 á sýnikennslu og fyrirlestri í Elliðavatnsbænum við Elliðavatn. Að því loknu fer Ása með okkur á valinn stað þar sem finna má úrval sveppa. Taka þarf með bréfpoka/körfu og góðan hníf. Takmarkaður fjöldi. Verð fyrir félagsmann 4.000 kr.
Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 – 12:00 eða nlfi@nlfi.is