37. landsþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ laugardaginn 21. september s.l. Fjörtíu þingfulltrúar frá náttúrulækningfélögum landsins; NLFR og NLFA mættu á svæðið.
Landsþingsstörf voru með hefðbundnu sniði. Geir Jón Þórisson var kjörinn þingforsseti og stýrði þinghaldinu af mikilli röggsemi. Fyrir hádegi voru almenn fundarstörf með kosningu fulltrúa í ýmsar nefndir NLFÍ og fluttar skýrslur stjórna félagsins.
Farið var vel yfir þá umræðu sem hefur verið í gangi síðan í sumar og eins yfir framtíðarsýn NLFÍ og Heilsustofnunar. Starfmenn Ernst&Young (EY) sem halda utan um vinnu að framtíðaruppbyggingu á landi Heilsustofnunar kynntu alla þá vinnu sem er í gangi. Þessi vinna er unnin í mikilli sátt og samvinnu NLFÍ, Heilsustofnunar, Hveragerðisbæjar og ráðgjafafyrirtæksins.
Bygging meðferðarhúss á Heilsustofnun er forgangsmál og til þess að það megi verða þarf að huga að skipulagi fyrir allt svæðið, íbúðabyggð o.s.frv.
Þessi nýja framtíðarsýn mun styrkja starfssemi Heilsustofnunar og við verðum á heimsmælakvarða þegar kemur að endurhæfingu.
Hönnunarsamkeppni um þessa miklu uppbygginu er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands er að fara af stað og er fimm manna dómnefnd að hefja störf í næstu viku. Hún er skipuð 3 arkitektum, fulltrúa Heilsustofnunar og fulltrúa Hveragerðisbæjar.
Heimildarmynd um Jónas Kristjánsson lækni og frumkvöðul er í fullum gangi og von er á að hún verði frumsýnd á 150 ára afmæli Jónasar 20.september árið 2020.
Ályktanir landsþingsins voru kynntar og munu þær birtast hér á vefnum innan skamms.
Eftir hádegi var léttara hjal og voru stjórnendur Heilsustofnunar NLFÍ með kynningu á starfsseminni og Björk Vilhelmsdóttir formaður Hollvinasamtaka Heilsustofnunar kynnti hið mikilvæga starf samtakanna. Hollvinir hafa styrkt rekstur Heilsustofnunar undanfarin ár með kaupum á tækjum og tólum s.s. líkamsgreiningartæki og þolmælingartæki. Hér er hægt að kynna sér starfssemi Hollvina og gerast Hollvinur.
Landsþinginu lauk með kynningu Gylfa Dalmanns, dósent við Háskóla Íslands vinnu við stefnumótum NLFÍ sem ber heitið „ Horft til frátíðar“.
Innan skamms munu birtast hér á vefnum ályktanir frá Landsþinginu.
NLFÍ þakkar öllum þeim eru lögðu hönd á plóg við skipulagningu og þátttöku í þessu 37. landsþingi félagsins. Félagið vill beina einkunnarorðum sínum til allra „berum ábyrgð á eigin heilsu“.