Láttu þá sjá; sagði Kristján Kristjánsson, faðir Jónasar Kristjánssonar læknis sem stofnaði Náttúrlækningafélag Íslands (1937) og Heilsuhælið í Hveragerði (1955) sem heitir Heilsustofnun NLFÍ í dag. Ástæðan fyrir þessum orðum er að Jónas var ungur drengur þegar móðir hans lést og var sannfærður um að hér hefði mátt öðruvísi fara ef þekking hefði verið til staðar á viðeigandi læknisdómum og sagði föður sínum að hann vildi læra til læknis.
Í dag eru 150 ár síðan Jónas Kristjánsson fæddist og við minnumst þess með virðingu og þakklæti. Á þessu ári eru einnig 65 ár frá því að Heilsuhælið/Heilsustofnun hóf starfsemi.
Heimildarmynd um Jónas, Náttúrulækningafélagið og Heilsustofnun er í vinnslu og verður frumsýnd fyrir lok þessa árs.
Frekari heimilidir um þennan merka mann má finna á:
https://nlfi.is/frumkvodullinn/
https://www.heilsustofnun.is/jonas-kristjansson
https://timarit.is/page/1040162?iabr=on#page/n7/mode/2up