Það er um fátt annað rætt á þessa dagana en opnun Amerísku heildsölunnar Costco hér á landi. Það er gleðilegt að Íslendingar hafi aðgang að ódýari neysluvörum en reynum samt að missa okkur ekki í eyðslunni þó verðlagið sé hagstætt.
Ofurneylsa okkar í mat og heimilsvörum skilar sér ekki í neinu nema uppfullum geymslum, meira ummáli okkar og verri heilsu Móður Jarðar. „Minna er stundum meira“ og höfum í huga að hamingja verður ekki keypt.
Hér fyrir neðan er tilvitnun í Dalai Lama (The paradox of our times) sem á vel í þessu mikla neyslufylleríi sem er í gangi á Vesturlöndum.
Þversögn nútímas er að við eyðum meiri pening, en eigum minna
Við höfum miklu stærri heimili, en minni fjölskyldur
Meiri þægindi, en minni tíma til að njóta þeirra
Meiri þekkingu, en minni skilning
Fleiri sérfræðinga, en einnig fleiri vandamál
Fleiri lyf, en verra heilbrigði
Við höfum margfaldað eigur okkar, en dregið úr gildum okkar
Við tölum of mikið, hlustum of lítið
Elskum of lítið, en hötum of mikið
Við höfum lært að lifa af, en ekki lifa lifandi
Við höfum bætt árum við líf okkar, en ekki lífi við árin
Við höfum ferðast alla leið til Tunglsins og tilbaka
En við eigum í vandræðum með að heilsa upp á nýju nágrannana í næsta húsi
Við höfum klófið atómið, en ekki eytt fordómum
Við höfum meiri tekjur, en minni siðferðisvitund
Við höfum tekið magn fram yfir gæði
Þetta er tímar mikilla manna, en lítilla persónuleika
Það eru endalausar tómstundir í boði, en minni gleði
Meiri matur, en verri næring
Meiri íburður á heimilnum, en meiri vansæld meðal fjölskyldumeðlima
Við erum með glæsilega frotna, en erum galtóm og vansæl að innan
Tímar þar sem tæknin getur fært þér þessi skilaboð
Og tími þar sem þú getur valið,
Annað hvort breytir þú þínum gildum….eða bara EYÐIR þessum orðum!