Jónas Kristjánsson læknir skrifaði merkilega grein árið 1958 um muninn á náttúrulækningum og hefðbundum lækningum. Þessi grein á betur við í dag árið 2023 en hún átti við fyrir 65 árum!
Við í nútímanum þurfum að fara að tileinka okkur meiri náttúrulækingar sem snúast um að líkaminn lækni sig sjálfur og haldist heill ef honum er veitt það sem hann þarf í næringu, hreyfingu, svefni og slökun. Því nútíminn gerir okkur sífellt erfiðara með að leyfa líkamanum að fá það sem hann þarf til heilbrigðis.
Jónas skrifar í greininni: „Náttúrulækningastefnan reynir að þræða þá leið, sem tekur fyrir rætur sjúkdómanna, svo að líf og heilsa verði sjúkdómunum yfirsterkari. Mannlífið er átök milli tveggja andstæðra afla, þar sem annars staðar er heilbrigðin, hins vegar sjúkdómarnir. Það verður alltaf drýgst að taka fyrir rætur sjúkdómanna, áður en þeir verða lífsorkunni yfirsterkari. Náttúrulækningastefnan er samvinna við höfund lífsins og stefnir að því að lyfta mannlífinu á hærra stig. Réttar og hollar lífsvenjur eru tryggari vernd fullkominnar heilbrigði en nokkur lyf, þess vegna verða þær öruggasta leiðin hvort heldur til varnar eða sóknar í heilsuverndarstarfi.“
Hægt er að lesa alla grein Jónasar hér.