Í nýrri loftlagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að sú mikla hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi er af stórum hluta af mannavöldum. Ef við ætlum ekki að gera þessa plánetu okkar óbyggilega í nánustu framtíð verðum við mannverur þessa heims því að haga lífi okkar öðruvísi en við gerum í dag.
Einn þáttur í mikilli losun koltvísýrings út í andrúmsloftið er mataræði okkar og sú mikla neysla á unnum matvörum og kjötafurðum. Við getum því miður ekki boðið jörðinni okkar upp á það að halda áfram að neyta kjöts í því mæli sem við höfum gert. Samhliða sífellt aukinni fólksfjölgun þarf meira land og vatn fyrir dýraeldi á jörðinni, en þetta er því miður takmarkandi þættir hér á jörðinni. Það er reyndar mjög jákvætt að íslenskir bændur er byrjaðir að huga að kolefnisjöfnun íslenskar kjötframleiðslu.
Fyrir nokkrum árum birti hópur vísindamanna (EAT – Lancet Commision) skýrslu um það hvaða mataræði hentar best fyrir okkar jarðarbúa til að tryggja öllum næga fæðu, dregið úr losun koltvísýrings og minnkað líkur á ýmsum sjúkdómum hjá hinum almenna borgara – Þetta mataræði er kallað flexitarian mataræði eða vistkerafæði.
Hvað er flexitarian mataræði?
Flexitarian mataræði byggist á því að notast við matvörur úr jurta- og dýraríkinu en þó eru þetta mestmegnis grænmetisfæði. Þetta er svona semi-vegan, þar sem kjötneysla, sérstaklega úr rauði kjöti er mjög takmörkuð.
Mataræðið byggist á eftirfarandi:
- Mestmegnis grænmetisfæði s.s. ávextir, grænmeti, belgjurtir og heilkorn.
- Áhersla á prótein úr jurtaríkinu
- Draga verulega úr neyslu á unnu kjöti og nota dýraafurðir sparlega
- Borða lítið unna og náttúrulega fæðu
- Takmarkaðu sykur, sætuefni og sælgæti
Þeir sem aðhyllast mikla kjötneyslu og telja hana nauðsynlega til að fá næganlegt af próteini geta vel uppfyllt próteinþörf sína með flexitarian mataræðinu. Því vikulega neylsa af próteinríkum matvörum úr dýra- og jurtaríkinu miðast við:
- 100 g af rauðu kjöti
- 200 g af alifulglakjöti
- 200 g af fiski
- 350 g hnetur
- 90 g egg
- 500 g baunir/belgjurtir
Almennt erum við Íslendingar miklar kjötætur og samkvæmt könnun á mataræði Íslendinga árin 2010-2011 þá neytti meðal fullorðinn Íslendingur 70 g af kjöti (alifuglakjöt undanskilið) á dag sem gera 490 g á viku. Þetta er nær sama magn og mælt er með að sé neytt af baunum/belgjurtum í flexitarian mataræðinu. Það er því ráð að skipta mestu af kjötinu út fyrir bauna- og belgjurtarétti. Ef ykkur vantar hugmyndir að góðum bauna- og grænmetisréttum þá hafsjór af girnilegum uppskriftum hér á síðunni. Hér eru líka leiðbeiningar frá Umhverfisstofun að vistvænni neyslu á matvörum.
Skrifað af Geir Gunnar Markússyni, ritstjori@nlfi.is