Súrkál er frábært meðlæti með mat og það er mjög gott til að viðhalda heilbrigði þarmaflórunnar sem er stór grundvöllur alhliða heilsu okkar.
Þó að ræktun á grænmeti sé rétt hafin í íslenskum görðum er um að gera að tryggja reglulega neyslu á súrkáli. Hér er uppskrift af gulu og sumarlegu súrkáli sem flott er með grillmatnum og í útileguna í sumar.
Uppskrift
Einn stór hvítkálshaus
7 sellerístönglar
60 gr sjávarsalt
1 msk. túrmeric
2 tsk. kúmen
1 tsk. chillipipar
Aðferð
Grænmetið er skortið smátt, blandað saman í skál sem hinum innihaldsefnunum. Ef þú þolir illa sterkt þá forðist að bæta við chillipipar. Blandan er svo nudduð og pressuð þangað til hún er orðin frekar blaut. Mér finnst best að nota matvinnsluvél til að ná að skera grænmetið nógu smátt.
Svo er allt sett í krukku, passa að vökvinn nái yfir allt kálið pressa það niður af og til og látið standa í stofuhita í minnst 3 daga, lengur fyrir þá sem vilja meira súrt. Sjálfur vill ég hafa þetta vel súrt og hef þetta a.m.k. 2 vikur í stofuhita. Súrkálið geymist í kæli endalaust.
Það má nota allt það grænmeti eða ávexti í þetta sem manni finnst gott. Einnig er gott að nota í þetta ávexti eða grænmeti sem byrjað er að skemmast og koma þannig í veg fyrir matarsóun.