Ferskur og heilsusamlegur réttur.
Uppskrift:
1/2 höfuð Iceberg
1 harðsoðið egg
1 tómatur
2 msk. ólífur
1/2 gulrót
1/2 rauðlaukur
50 g ostur
20 g gráðostur
Meðhöndlun: Rífið kálið niður, skerið eggið og tómatana í báta, brytjið ólífurnar og rauðlaukinn smátt, rífið gulrótina, ostinn og gráðostinn. Blandið öllu saman. Einnig má bæta í þetta köldu kjúklingakjöti.
Með þessu er gott að borða heilsubrauð:
1 dl. sjóðandi vatn og 1 dl. mjólk sett í skál
2 tsk. þurrgeri dreift yfir
1 msk. olía sett út í
3 dl. hveiti
1 dl. hveitiklíð
1/4 tsk. salt
2 tsk. sykur bætt út í.
Látið lyfta sér í skálinni í 10 mín. Mótað í tvö löng brauð eða nokkur lítil. Látin lyfta sér í 15 mínútur. Brauðin pensluð og bökuð í miðjum ofni við 220°C í um 15-20 mínútur.