Halldór Steinsson matreiðslumeistari á Heilsustofnuninni í Hveragerði deildi þessari uppskrift með okkur: Bakaðar rauðrófur með piparrót og kasjúhnetudressingu 1 Rauðrófa stór eða 2-3 litlar Þumall af Piparrót Baka Rauðrófurnar heilar í ofni á 170 gráðum í ca 40 – 60 mínútur fer eftir stærð passa bara að ofelda þær ekki. Taka hýðið af þegar þær eru orðnar volgar og skera þær í skemmtilega bita eða rífa þær niður. Kasjúhnetudressing 250gr Kasjúhnetur ristaðar í ofni Ólífuolía Sítrónusafi úr ca ½ sítrónu Val um Kóríander/steinselju/basil eða smá af öllu J 2 geirar Hvítlaukur eða meira fer eftir smekk smá Salt Hnetur settar í Blandara og Ólífuolíu helt svo fljóti yfir Sítrónusafi Hvítlaukur Kryddjurtir og Salt sett útí og unnið. Svo er öllu blandað saman og Piparrótin rifin yfir. Með Kveðju Halldór Steinsson