Málþingi NLFÍ undir yfirskriftinni „Rafrettur – kostir og gallar“ sem haldið var á þriðjudagskvöldið 13.mars síðastliðinn tókst einstaklega vel og var þátttaka mjög góð
Notkun rafretta hefur aukist mjög mikið undanfarin ár hér á landi og sitt sýnist hverjum um það. Sérstaklega má greina þessa notkun hjá börnum og unglingum.
NLFÍ hefur ætíð viljað vera í fararbroddi í heilsueflingu landsmanna og efndi því til þessa málþings um rafrettur. Á mælendaskrá voru margir helstu sérfræðingar á sviði forvarna, rannsókna, lækninga og æskulýðsstarfa á Íslandi.
Fundarstjóri málþingsins var Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR.
Eftirfarandi erindi voru flutt:
- Svandís Svavarsdóttir, hæstvirtur heilbrigðisráðherra flutti ávarp um frumvarp sitt um rafrettur.
- Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði við Karolinska Institutet og HR. „Veipur – Tæki til að hætta að reykja – staða rannsókna“
- Björn Magnússon lungnalæknir Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Rafrettur, reykingar og lungun“
- Árni Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum. „Og hvað svo? Eru veipsjoppur til að fá unglinga til þess að hætta „að reykja“?
- Karl Andersen, hjartalæknir Landspítala Háskólasjúkrahús. „Rafstautar – Bót eða böl“
- Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia University, School of Public Health og HR. „Hver er hættan af rafrettunotkun unglinga?“
Auk frummælenda tóku þátt í pallborðsumræðum:
- Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis
- Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjöf í reykbindindi.
Að loknum framsöguerindum þá fóru fram pallborðsumræður. Miklar og áhugaverðar umræður sköpuðust. Nokkuð heitar umræður sköpuðust milli frummælenda og rafrettunotenda um skaðsemi rafretta.
Þó vissulega sé ágreningur um ágæti rafretta virðast flestir vera sammála um það að takmarka aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Einnig að rafrettur séu ein af þeim aðferðum sem reykingafólk getur nýtt sér til að hætta sígaretturreykingum.
Það er von fræðslunefndar NLFÍ að þetta málþing hafi svarað einhverjum spurningum sem brunnu á gestum málþingsins.
NLFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessu málþingi og vill enn og aftur minna á slagorð sitt „berum ábyrgð á eigin heilsu“.
Innan skamms munu efni framsöguerinda málþigsins og samtekt vera aðgengileg hér á vef NLFÍ.