Hér er uppskrift af dýrindis hummus frá henni Gosíu. Hummus er frábær sem viðbit á brauð eða sem hollt meðlæti með snakki.
Nafnið hummus kemur úr arabísku og þýðir „kjúklingabaunir“.
Uppskrift
300 gr kjúkklingabaunir
50 gr þurrkaðir tómatar
30 gr af steinselju eða fersku kóríander
2 hvítlauksgeirar
Safi úr ½ lime
1 tsk hnetusmjör eða thaini
1/3 tsk kóríander duft
Chilliflögur
Sojasósa
1 vorlaukur, skorin í litla bita
2 msk. ólífuolía
Aðferð
Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara nema vorlaukinn í lokinn er vorlauknum bætt í og hrært varlega saman við. Berið fram með fersku brauði og njótið þessa ferska humus.
Verði ykkur að góðu.