Þessi uppskrift kemur frá Gosiu og er af gómsætri bláberja- og kókosköku. Þetta er bollakaka (e.cupcake) og er hrákaka þar sem ekki þarf að hita kökuna. Í þessari hráköku eru bara náttúruleg innihaldsefni og enginn viðbættur sykur.
Krem I og II
180 gr kashew hnetur
90 ml vatn
½ fersk vanilla
Safi úr ½ lime
70 gr agavesýróp eða blanda við hunang
200 gr fljótandi kókosolía
80 gr kókosflögur
250 gr frosin bláber
Smá sjávarsalt
Botn
190 gr möndlur
50 gr kókosflögur
80 gr döðlur
2 msk vatn
4 msk kókosolía
2 msk agavesýróp
Salta örlítið, eftir smekk.
Aðferð
Setjið kashewhenturnar í blandara, bætið vatni við og blandið sérstaklega vel. Bætið svo vanillu, agave, kókosflögunum í blandarann og blandið öllu vel saman. Þegar við erum ánægð með bragðið og það er orðið silkimjúkt skiptum við kreminu upp í tvennt. Í annan helminginn bætum við bláberjunum í og blöndum þeim mjög vel saman við kremið í blandaranum.
Til að búa til botninn setjið þá í matvinnsluvél öll hráefnin og blandið. Setið í form (mér finnst best að nota muffinsform) á botninn setjið þið hvíta kremið og frystið í 20 mínútur. Að því loknu setjið þið bláberjakremið á kökurnar. Skreytið með bláberjum og/eða kókos flögum eða með öðru því sem þið viljið.
Setjið kökurnar aftur í frysti yfir nótt og takið út ca 20-30 mínútum áður en það á að bera þær fram.
Njótið vel.