Í dag vitum við að heilbrigður meltingarvegur er grunnur að góðri heilsu. Orsök ýmissa sjúkdóma má rekja til ójafnvægis í meltingarvegi eða þarmaflórunni og frásog næringarefna veltur meðal annars á samsetningu þarmaflórunnar.
Þarmaflóran samanstendur af örverum og framleiðir meðal annars orku, amínósýrur, B og K vítamín og stuttkeðju fitusýrur. Einnig hjálpar hún við upptöku á vítamínum og steinefnum, þjálfar ónæmiskerfið og eflir með því að keppa við sýkla um pláss.
Þarmaflóran hefur áhrif á heilsu okkar og heilbrigði, ekki eingöngu í meltingarveginum sjálfum. Rannsóknum hefur fleygt fram á síðust árum sem sýna æ betur hversu mikilvægu hlutverki þarmaflóran gegnir hvað varðar líkamlega og andlega heilsu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að þarmaflóran er jafn mikilvæg heilbrigðri líkamsstarfsemi og hvert annað líffæri. Ef ójafnvægi myndast í flórunni getur það leitt til ýmissa kvilla, bæði í meltingarvegi og víðar í líkama. Ójafnvægi getur haft áhrif á frumur í þörumunum og leitt til aukins gegndræpis. Aukið gegndræpi þarma eykur líkur á að ýmsir óæskilegir þættir komist frá meltingarvegi út í líkamann. Afleiðingar geta leitt til ýmissa einkenna og jafnvel langvinnra bólgusjúkdóma.
Góðgerlar eru örverur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu manna með því að bæta og efla þarmaflóruna. Góðgerlar hafa lífeðlisfræðileg áhrif sem geta eflt meltingu og dregið úr ýmsum óþægindum í meltingarvegi. Þeir efla niðurbrot fæðunnar og uppsog næringarefna, styrkja ónæmiskerfið og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru og heilbrigðum meltingarvegi.
Góðgerlar hafa verið rannsakaðir í tengslum við heilsu og ýmsa sjúkdóma. Rannsóknir sýna að það er öruggt að taka inn góðgerla, það þolist yfirleitt vel og hentar til langs tíma. Mismunandi tegundir góðgerla geta haft mismunandi áhrif í meltingarveginum og á líkamann. Stöðugt fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á hversu sértæk áhrif góðgerla hafa á heilsu fólks. Þeir geta til að mynda styrkt og hlúð að þarmaflórunni eftir inntöku sýklalyfja, auk þess að draga úr líkum á sýkingum þar sem þeir efla varnir líkamans. Rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt að þeir draga úr einkennum og tíðni iðraólgu, halda óvinveittum sýklum í skefjum og draga úr viðloðun slæmra baktería í meltingarvegi. Góðgerlar efla framleiðslu á mikilvægum efnum í slímhúð þarmanna sem kemur í veg fyrir að sýklar nái að hreiðra um sig, draga úr fjölgun sýkla og auka þar með hlutfall annarra hagstæðra góðgerla í þörmunum.
Um mig og um Jörth / Abdom 1.0
Birna G. Ásbjörnsdóttir er stofnandi og eigandi Jörth. En markmið Jörth er að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Jörth framleiðir hágæðabætiefni úr náttúrulegum hráefnum sem græða okkur innan frá. Fyrsta vara Jörth, Abdom 1.0, fór á markað snemma á síðasta ári.
Abdom 1.0 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem eflir þarmaflóruna, bætir meltinguna og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn. Abdom inniheldur einstaka, sérhannaða blöndu af 19 míkróhjúpuðum góðgerlum og gerjaða íslenskri broddmjólk.
Í hverjum skammti af Abdom 1.0 eru 50 milljarðar míkróhjúpaðra góðgerla (CFU), sem gerir það að einu öflugasta bætiefni sem völ er á. Auk þess tryggir míkróhjúpun gerlanna að sérhæfð virkni hvers og eins nýtist á staðbundinn hátt í meltingarveginum. Þessari einstöku blöndu 19 míkróhjúpaðra góðgerla er blandað saman við frostþurrkaða gerjaða broddmjólk sem er stútfull af mikilvægum efnum sem hafa græðandi áhrif á meltingarveginn.
Broddmjólk er fyrsta form mjólkur sem framleidd er í mjólkurkirtlum spendýra, m.a. í mönnum, í kjölfar fæðingar. Í broddmjólk mjólkurkúa er fjöldi mikilvægra efna sem efla ónæmisvarnir kálfsins og má þar nefna sérstaklega ónæmisglóbúlín G (IgG). Broddmjólk er næringarrík fæða og sýna rannsóknir jákvæð heilsufarsleg áhrif og mögulega fyrirbyggjandi eiginleika gegn ýmsum sjúkdómum. Broddmjólk getur verkað fyrirbyggjandi gegn sýkingum, haft örverueyðandi áhrif og flýtt fyrir bata, er uppfull af efnum sem rannsóknir sýna að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi.Broddmjólkin hentar því vel sem fæðubótarefni.
Í upphafi er broddmjólkin gerilsneydd við lægsta mögulega hitastig til að varðveita eiginleika hennar sem best, áður en sérhannaðri gerlablöndu er bætt saman við hana og hún látin gerjast. Að því ferli loknu er broddmjólkin frostþurrkuð til að mikilvægir eiginleikar og næringarefni varðveitist á sem bestan hátt. Þannig tryggjum við hámarksvirkni vörunnar við að efla þarmaflóruna, bæta meltingu og græða meltingarveginn. Heilbrigð þarmaflóra er ein af megin forsendunum góðrar heilsu og líðan, bæði líkamlegri og andlegri.