Tabbouleh salat

Miðausturlenskt salat sem er frábært meðlæti með öllum mat.
Búlgur er úr steyttu, þurrkuðu og forsoðnu durum-hveiti. Það er töluvert næringarríkara en kúskús þar sem það er mun minna unnið og því hafa næringarefnin fengið að halda sér

INNIHALD

50gr búlgúr
50gr fersk steinselja söxuð
50gr fersk mynta söxuð
200gr tómatar skornir í litla teninga
3 vorlaukar skornir fínt
safi úr einni sítrónu
3msk ólífuolía

AÐFERÐ

Byrjum á því að skola vel búlgúrkornið með því að skella því í sigti og láta kalt vatn renna á það.
Því er svo komið fyrir í skál ásamt 200ml af sjóðandi vatni, skálinni lokað með plastfilmu og látið standa í 30 mínútur.
Þegar búlgúrkornið er tilbúið er öllu blandað saman.


Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur