Saga og starfsemi

Náttúrlækningafélag Íslands er félag áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði. Félagið hefur frá stofnun þess unnið að fræðslu um manneldismál og heilbrigðismál. Frá árinu 1955 hefur félagið starfrækt Heilsustofnun í Hveragerði.
Hér á vefnum er hægt að lesa greinar og fréttir úr safni félagsins.

Aðsetur:
Laugavegur 7
Sími: 552 8191 Fax: 561 8191
Netfang: nlfi@nlfi.is
Kennitala: 440491-2199
Opnunartimi: 9 – 12 alla virka daga

Saga
Náttúrulækningafélag Íslands var stofnað á Hótel Tindastóli 5. júlí árið 1937. Stofnendur voru 15 manna hópur hugsjónarmanna, karla og kvenna sem áttu það öll sameiginlegt að vilja koma á framfæri þekkingu til almennings um gildi góðrar heilsu og hvernig hver og einn getur haft áhrif á heilsufar sitt með hollum lífsháttum.
Stofnun Jónasar Kristjánssonar læknis á félaginu á Sauðárkróki var vísir að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík árið 1939. Í stjórn voru kosnir: Forseti Jónas Kristjánsson læknir, varaforseti Sigurjón Pétursson verksmiðjueigandi, og meðstjórnendur Sigurður Björnsson frá Veðramóti í Skagafirði, Hjörtur Hansson kaupmaður og Axel Meinholt kaupmaður.

Félagið á Sauðárkróki lagðist af en þeir sem það stofnuðu gengu í hið nýstofnaða félag. Nokkrum árum síðar var Náttúrulækningafélag Sauðárkróks stofnað en það starfaði ekki lengi. Fyrstu árin var starf félagsins aðallega fólgið í mánaðarlegum fundum að vetrinum en á sumrin voru farnar göngu- eða grasaferðir. Þá voru haldnir útbreiðslufundir. Jónas Kristjánsson og ýmsir aðrir fluttu erindi um manneldismál og önnur heilbrigðismál, ræktun ofl. Fljótlega var byrjað að sýna stuttar fræðslukvikmyndir á fundum félagsins.

Bókaútgáfa kom fljótlega til en árið 1948 hafði félagið gefið út 7 bækur. Tímaritið Heilsuvernd byrjaði að koma út 1946 undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar en tveimur árum síðar voru áskrifendur 1600 talsins.

Matstofa félagsins tók til starfa 22. júní 1944 að Skálholtsstíg 7 en þar var um mikið brautryðjendastarf að ræða á sviði fæðissölu og mataræðis. Í ársbyrjun gekkst félagið fyrir því, að stofnað var hlutafélagið Gróska til kaupa á gróðurhúsum í Laugarási í Biskupstungum, með það fyrir augum að framleiða grænmeti handa matstofunni og félagsfólki.

Stofnun heilsuhælis var frá upphafi aðaláhugamál náttúrulækningamanna. Heilsuhælissjóður var stofnaður 19. mars 1944. Félagið keypti jörðina Gröf í Hrunamannahreppi fyrir væntanlegt heilsuhæli 20. nóvember 1946 og seldi þá um leið eignir sínar í Laugarási. Gröf var síðan seld þegar ákveðið var að reisa heilsuhæli í Hveragerði en það tók til starfa 24. júlí 1955.

Náttúrulækningafélag Íslands starfaði sem sjálfstætt félag fram til 15. nóvember 1949 en þá var á framhaldsaðalfundi félagsins ákveðið að breyta nafninu í Náttúrulækningafélag Reykjavíkur. Samhliða varð Náttúrulækningafélag Íslands að bandalagsfélagi milli náttúrulækningafélaga í landinu en samtökin halda landsþing sitt á tveggja ára fresti. Fyrsti forseti bandalagsins var kosin Jónas Kristjánsson læknir. Varaforseti Björn L. Jónsson þáverandi veðurfræðingur en síðan læknir og yfirlæknir Heilsuhælisins í Hveragerði. Meðstjórnendur voru Hjörtur Hansson, Martein Skaftfells og Steindór Björnsson.

Stjórn NLFÍ
Gunnlaugur K. Jónssson forseti
Geir Jón Þórisson varaforseti
Ingi Þór Jónsson ritari
Bjarni Þórarinsson gjaldkeri
Ingibjörg Lóa Birgisdóttir meðstjórnandi

Varamenn
Brynja Gunnarsdóttir
Sigrún Jóna Daðadóttir
Þröstur Sigurðsson

Fræðslunefnd NLFÍ
Geir Gunnar Markússon, formaður
Sólveig Bennýjar Haraldsdóttir, ritari
Albert Ingi Ingimundarson, meðstjórnandi

Varamenn
Björg Stefánsdóttir
Inga Lóa Birgisdóttir

Ritnefnd
Björg Stefánsdóttir
Bryndís Guðnadóttir

Ritstjóri heimasíðu NLFÍ
Geir Gunnar Markússon

Ályktanir af landsþingi NLFÍ 2023
Lög NLFÍ
Náttúrulækningastefnan
Ritstjórnarstefna NLFÍ
Frumkvöðlar NLFÍ
Gerast félagsmaður