Zatar gulrætur með þeyttum fetaosti

Zaatar er miðausturlensk kryddblanda sem er notuð í marga mismunandi rétti. Zaatar er blanda af mismunandi kryddum eftir því í hvaða hluta miðausturlanda er miðað við, en oftast eru það oregano, timjan, kóríanderfræ, cumin, ristuð sesamfræ og sumac sem gera þessa frægu kryddblöndu.
Hægt er að kaupa blönduna tilbúna í sérvöruverslunum og betri matvörubúðum. Í þessari uppskrift er notast við zaatar kryddblöndu frá Kryddhúsinu.

INNIHALD

500 gr gulrætur í bitum
3 msk ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 msk zatar kryddblanda frá Kryddhúsinu
¼ tsk cumin
Salt og pipar að smekk

AÐFERÐ

Öllu blandað vel saman og bakað í ofni á 200 gráðum í um 30 mínútur. Hræra í þessu eftir 15 mínútur til þess að það bakist jafnt.

ÞEYTTUR FETAOSTUR

1 krukka jurta- eða venjulegur fetaostur
2 msk grísk jurta- eða venjuleg jógúrt
Fínt rifin börkur af 1 appelsínu

AÐFERÐ

Þeytum saman jógúrt og fetaost með handpískarara eða í blandara með smá ólífuolíu, salti og pipar þangað til mjúkt og fínt. Smyrjum þessu svo á disk og toppum með Zaatar gulrótunum, fínt rifnum appelsínuberki, meiri ólífuolíu og steinselju.

Halldór Steinsson, matreiðlsumeistari

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur