Rauðkáls kryddjurtasalat

Hér deilir Dóri kokkur á Heilsustofnun með okkur einstaklega litríku og guðdómlega næringarríku salati.
Í salatinu er hinn skemmtilegi ávöxtur granatepli sem við Íslendingar höfum ekki mikið notað í matargerð.
Granatepli þýðir „epli með fræum“, er ávöxturinn því stundum nefndur kjarnepli á íslensku. Granatepli eru mjög rík af C- og K-vítamíni. Auk þess eru þau mjög trefjarík.

Innihald
1/2 rauðkálshaus skorinn í litla bita
1 agúrka skorin í litla teninga
2 tómatar skornir í litla bita
100 gr söxuð steinselja
30 gr saxað dill
100 gr granateplakjarnar
safi úr einni sítrónu
4 msk ólífuolía
salt/pipar eftir smekk

Aðferð
Öllu blandað saman frábært borið fram sem meðlæti með öllum mat  eða borðað eitt og sér.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur